Ruslatunnur og tæming í Norðlingaholt

Ruslatunnur og tæming í Norðlingaholt

Ruslatunnur og tæming í Norðlingaholt

Points

Norðlingaholtið með Rauðavatn, Bugðu, Rauðhóla, Elliðavatn og Heiðmörkina er hrein útivistarparadís. Íbúar og annað göngufólk virðist plokka eins og það er kallað. Umrædd svæði eru því einkar snyrtileg. Ég er plokkari eins og það er kallað - mjög oft þarf að bera ruslið langar leiðir að tunnu, sem oft reynist vera full. T.d. er engin ruslatunna í Rauðhólum.

Það vantar sárlega ruslatunnu við göngustíginn á bakka Bugðu. Einnig vantar ruslatunnu við gangstiginn frá brúnni yfir Bugðu, þann sem liggur að bílastæðinu norðan við Elliðavatn. Vel gæti farið á því að staðsetja tunnuna við eystrienda malbikaðastígsins þar sem stígurinn þverar akbrautina að Elliðavatni og Heiðmörk.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information