Hugmyndin er sú að keypt yrðu sérstök fóðurbretti eða hús fyrir smáfuglana. Þeim yrði t.d. komið fyrir í almenningsgörðum eða öðrum stöðum þar sem fólk hefur góðan aðgang að þeim og gæti bæði fóðrað og fylgst með smáfuglunum. Hægt væri t.d. að gera þetta í samráði við Fuglavernd.
já og standi á prikum við matinn í mjóum trogum svo þeir skíti ekki í hann
Undanfarið hefur áhugi fólks á fuglum farið vaxandi og sífellt eru að bætast fleiri tegundir í fuglaflóruna okkar. Margir fuglaskoðarar og ljósmyndarar búa í blokkum og hafa því slæma eða enga aðstöðu til að fóðra og fylgjast með fuglalífinu. Ég bý í Bakkahverfinu og myndi gjarnan vilja hafa nokkur bretti/hús á græna svæðinu hér á milli Vesturbergs og Bakkahverfisins.
já það er gefið við blaðagáma suðurfelli, snjór færir matinn í kaf , mætti vera eitthvað með þaki og fuglar eru öruggari hærra uppi gegn köttum svo það mætti vera í borðhæð eða axlarhæð , en þá þarf annað fyrir gæsir sem koma þarna. upphitað gæti varnað bleytu í fóðri,og brætt snjófjúk af því, þarna nálægt eru brunnlok og hiti í þeim , hægt að gefa á þau en þau safna í sig bleytu í hólf ofaná og þar rotnar maturinn. , ma´ekki vera of nálægt stígum , fælir fugla, afrennsli ef fóður blautt. svo mætti bjóða fuglum upphituð einangruð fuglahús sem snúa sér undan vindi , á ókleyfum staurum , með vatni, þeim er kannski mjög kalt stundum.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation