Gangbrautarljós á Arnarbakka fyrir skólabörn

Gangbrautarljós á Arnarbakka fyrir skólabörn

Gangbrautarljós á Arnarbakka fyrir skólabörn

Points

Börn úr Stekkjarhverfi þurfa að fara yfir Arnarbakka á leið sinni til Breiðholtsskóla en þar er umferð mikil og hröð, þrátt fyrir 30km hámarkshraða. Auk þess eru aðstæður við þá gangbraut sem þorri barnanna notar á leið til og frá skólanum ekki nógu góðar (gangbrautin næst Dvergabakka). Þar skyggja trjágróður og strætóskýli á útsýni bæði gangandi og akandi vegfarenda. Ég tel þetta mikilvægt mál, við þurfum að huga betur að öryggi barnanna okkar.

Nú er um það bil ár síðan þessi hugmynd var sett inn á vefinn. Þörfin á ljósum er enn til staðar því umferðin þarna er of hröð. Börnin okkar þurfa að fara yfir þessa miklu umferðargötu daglega, en öryggi þeirra er ekki tryggt við núverandi aðstæður.

Öryggi barnanna okkar í öndvegi

Má ég biða ykkur um að styðja þessa hugmynd http://betrireykjavik.is/priorities/1232-atak-skola-og-logreglu-til-ad-tryggja-oryggi-nemenda Gerum kröfu að það verði virkt eftirlit þar sem tekin er staðan reglulega við alla skóla og kannað hvort úrbóta sé þörf. Gerðar tillögur að endurbótum og þær framkvæmdar. Þessi vinna gæti farið fram í samvinnu við skóla og foreldra.

Gönguljós á Arnarbakka eru nú á lista verkefna sem borgarbúar geta kosið um í rafrænum kosningum á vef borgarinnar 29.mars - 3.apríl. Ég hvet alla til að veita þessu verkefni atkvæði því þetta er tækifærið til að fá gönguljós yfir þessa hættulegu götu. http://www.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-3871/6457_view-2451/

Ég hef sjálf verið að fylgja barni ì skòlann þegar nánast var keyrt á barn sem var á leið yfir götuna viðvArnarbakka, þrátt ftrir 30 km hámarkshraða

Það eru 121 hús í Stekkjunum sem hafa hag af þessum ljósum (amk. 3-400 manns) fyrir utan alla sem búa í Bökkunum og þurfa að komast í Fálkaborg eða njóta Elliðaársdalsins.

Í stekkjunum eru 400 íbúar og íbúum á grunnskólaaldri fer fjölgandi í hverfinu. Þó svo þarna séu gönguljós og 30 km hámarkshraði þá virða ökumenn það illa og börnin eru í hættu þess vegna. Þar að auki er útsýni barnanna þegar þau eru á leið heim aftur takmarkað vegna hleðslu sem skyggir á útsýni yfir bílaumferð.

Best væri að hægja á umferðinni með því að setja hlykki á þennan vegkafla svo að hraðakstur sé ekki eins auðveldur, en er ekki viss um að það verði vinsælt meðal íbúa við þessar götur. Ljós myndu gera mikið fyrir öryggi barna, hvort sem þau búa í Stekkjum á leið í skóla eða vina og barna í Bökkum á leið til vina eða niður í dal.

Eigum við ekki bara að loka götunni? -- Það er nú þegar í gildi hraðatakmörkun á þessum legg Arnarbakka við 30 kmklst., og því þarf að herða hraðaeftirlitið þar, það væri réttari leið. Því ég álít að ef umferðarljós verði sett upp þar sem tillagan bendir á, geri ég ráð fyrir að hraðinn aukist í götunni. Það á að vera algjör óþarfi að setja umferðarljós þar sem 30 kmklst. hámarkshraði gildir. Hraðamælingar miklu oftar!!!!

Greinileg þörf á umferðaljósum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information